Ályktun aðalfundar Veiðifélags Laxár og Krákár
Málsnúmer 201605006
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 175. fundur - 03.05.2016
Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá aðalfundi Veiðifélags Laxár og Krákár þar sem fram koma þungar áhyggjur félagsmanna af ástandinu í lífríki Laxár og Mývatns. Félagsmenn fara þess á leit að sveitarstjórnir beiti sér fyrir því að rannsóknir á svæðinu verði efldar og stuðli að því að gripið verði til þeirra aðgerða sem að gagni mega koma.
Byggðarráð tekur heils hugar undir ályktun Veiðifélags Laxár og Krákar og ítrekar jafnframt fyrri ályktanir Norðurþings um málið. Hnignun vistkerfis Mývatns af manna völdum getur haft mjög miklar afleiðingar niður með allri Laxá, bæði á umhverfi og atvinnustarfsemi.