Umsókn um byggingarleyfi fyrir svefnskála fyrir veiðifélag Deildarár
Málsnúmer 201605031
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Óskað er eftir leyfi til að byggja veiðihús á lóð veiðifélagsins við Deildará. Meðfylgjandi erindi er teikning af fyrirhuguðu húsi og afstöðu þess til fyrra húss á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á uppbyggingu hússins fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.