Norðlenska matborðið sækir um uppsetningu á útblástursröri frá steikingarlínu
Málsnúmer 201605036
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Óskað er eftir leyfi fyrir 2 m háu útblástursröri upp úr vinnslusal steikingarlínu að Hafnarstétt 25-31 í stað 8 m rörs sem sett var upp á síðasta sumri. Meðfylgjandi umsókn er teikning unnin af Mannviti verkfræðistofu.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðkomandi reykrör sé eðlilegur búnaður utan á húsinu og samþykkir uppsetningu þess.