Umsókn um byggingarleyfi Víðimóa 8
Málsnúmer 201605058
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Óskað er byggingarleyfis fyrir húsi innan lóðarinnar að Víðimóa 8. Húsið víkur nokkuð frá samþykktu deiliskipulagi. Frávikin liggja í því að botnplata þess er lækkuð um 120 cm frá skipulaginu til að ná fram vegghæð upp á 7,5 m sem nauðsynlegt er vegna fyrirhugaðrar vinnslu í húsinu. Í samþykktu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að heimiluð vegghæð sé 6,5 m og þakhalli að hámarki 15°. Mænir yrði 25 cm hærri en fyrirliggjandi byggingar við hliðina. Til mótvægis við aukna vegghæð yrði mön við Víðmóa 14 framlengd í sömu hæð norður að lóðarmörkum við Víðimóa 6.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi lóðarhöfum að Víðimóum 3 og 14.