Verbúðir á hafnarsvæðinu
Málsnúmer 201605080
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016
Starfsemi í verbúðum - umræða
Verið er að meta viðhaldsþörf hússins og þegar þær upplýsinga liggja fyrir verður tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu og eignarhald af hálfu sveitarfélagsins.
Hafnanefnd - 6. fundur - 27.09.2016
Verbúðir á hafnarstétt.
Fyrir liggur kostnaðarmat á viðhaldi verbúða. Rekstrarstjóra hafna falið að greina kosti þess að selja eignina eða eiga og leggja fyrir hafnanefnd.
Hafnanefnd - 7. fundur - 17.10.2016
Verbúðir á hafnarsvæðinu
Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði eignaskiptasamningar fyrir efri hæð verðbúða við Húsavíkurhöfn og þær seldar í fjórum einingum. Að lokinni sölu verði stofnað húsfélag.
Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum.
Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða.
Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar.
Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum.
Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða.
Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 7. fundi hafnanefndar Norðurþings.
"Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði eignaskiptasamningar fyrir efri hæð verðbúða við Húsavíkurhöfn og þær seldar í fjórum einingum. Að lokinni sölu verði stofnað húsfélag. Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum. Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða. Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar."
"Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði eignaskiptasamningar fyrir efri hæð verðbúða við Húsavíkurhöfn og þær seldar í fjórum einingum. Að lokinni sölu verði stofnað húsfélag. Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum. Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða. Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar."
Til máls tóku: Erna, Hjálmar, Óli, Kjartan, Soffía og Sif.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu þessa liðs til næsta fundar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu þessa liðs til næsta fundar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016
Þessum lið var frestað á 61. fundi sveitarstjórnar þann 18. október sl.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Jónas og Gunnlaugur.
Sveitarstjórn felur hafnastjóra að útbúa nýja leigusamninga til handa núverandi leigutökum bila í Verbúðinni við Hafnarstétt og bjóða þeim áframhaldandi leigu til eins árs. Þau bil verbúðarinnar sem losna nú um áramót á efri hæð eignarinnar vegna útrunninna samninga og ekki hefur verið úthlutað, verði samhliða auglýst til tímabundinnar leigu út næsta ár.
Sveitarstjórn felur hafnastjóra að útbúa nýja leigusamninga til handa núverandi leigutökum bila í Verbúðinni við Hafnarstétt og bjóða þeim áframhaldandi leigu til eins árs. Þau bil verbúðarinnar sem losna nú um áramót á efri hæð eignarinnar vegna útrunninna samninga og ekki hefur verið úthlutað, verði samhliða auglýst til tímabundinnar leigu út næsta ár.
Hafnanefnd - 10. fundur - 18.01.2017
Málefni verbúða á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Núverandi leiga stendur ekki undir rekstrarkostnaði hússins og því nauðsynlegt að hækka leiguverð.
Hafnanefnd samþykkir að upphafsleiguverð verbúðareininga í janúar 2017 skuli vera 50.000 kr. á mánuði fyrir utan vsk. fyrir minni einingar hússins og 100.000 kr. á mánuði fyrir stærri einingar.
Hafnanefnd samþykkir að upphafsleiguverð verbúðareininga í janúar 2017 skuli vera 50.000 kr. á mánuði fyrir utan vsk. fyrir minni einingar hússins og 100.000 kr. á mánuði fyrir stærri einingar.
Hafnanefnd - 11. fundur - 16.02.2017
Verbúð undir menningarstarfsemi.
Hafnanefnd samþykkir að leigja tómstunda og menningarnefnd verbúðarbil á efri hæð í verbúðum á Húsavik.
Leiguverð miðast við samþykki hafnanefndar á leiguverði fyrir verbúðir sem samþykkt var á 10. fundi hafnanefndar þann 18. janúar s.l.
Leiguverð miðast við samþykki hafnanefndar á leiguverði fyrir verbúðir sem samþykkt var á 10. fundi hafnanefndar þann 18. janúar s.l.