Jón Helgi Vigfússon sækir um leyfi til að byggja 4 smáhús á lóðinni Laxamýri 2a
Málsnúmer 201606059
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 4. fundur - 14.06.2016
Óskað er eftir heimild til að byggja fjögur smáhýsi á lóðinni Laxamýri 2a. Fyrir fundi liggja teikningar af húsunum og afstöðu þeirra unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna og meðeigenda af jörðinni. Fyrir liggur umsögn eldvarnareftirlits sem telur að meira bil þurfi að vera milli húsa en fram kemur á teikningum.
Skv. aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm smáhýsi til ferðaþjónustu á lögbýli. Nefndin telur grenndarkynningu umsækjanda fullnægjandi. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir því erindið að því tilskyldu að bil milli húsa verði í samræmi við ábendingar eldvarnareftirlits.