Fjársöfnun vegna verkefnisins Hjólað óháð aldri
Málsnúmer 201607059
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 3. fundur - 16.08.2016
Björg Björnsdóttir og Halla Rún Tryggvadóttir safna fyrir hjóli fyrir hönd Hjúkrunarheimilisins Hvamms. Söfnunin er hluti að verkefninu ,,Hjólað óháð aldri " sem er verkefni sem byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla.
Hafin er söfnun fyrir kaupum á 1-2 hjólum á Húsavík. Eitt hjól kostar um 800.000- krónur.
Hafin er söfnun fyrir kaupum á 1-2 hjólum á Húsavík. Eitt hjól kostar um 800.000- krónur.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar kærlega fyrir erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um 200 þúsund krónur.