Almennar íbúðir - Mögulegt samstarf sveitarstjórnar og Búseta á Norðurlandi
Málsnúmer 201607190
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 183. fundur - 04.08.2016
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Búseta á Norðurlandi hsf þar sem áréttaður er vilji til að eiga alvarlegar viðræður við fulltrúa sveitarfélaga á NA-landi með það fyrir augum að byggja nokkurn fjölda íbúða fyrir lágtekjufólk undir lagaramma um svokallaðar "almennar íbúðir."
Byggðarráð fagnar jákvæðu viðhorfi til uppbyggingar húsnæðis á svæðinu og lýsir yfir vilja til viðræðna.