Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið
Málsnúmer 201607303
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 183. fundur - 04.08.2016
Fyrir byggðarráði liggja, frá forsætisráðuneyginu, drög dagsett 27. júlí 2016 að eigendastefnu fyrir þjóðlendur.
Lagt fram til kynningar og vísað til umræðna í skipulags- og umhverfisnefnd
Skipulags- og umhverfisnefnd - 6. fundur - 16.08.2016
Forsætisráðuneyti kynnir nú drög að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Byggðaráð fjallaði um drögin á fundi sínum þann 4. ágúst s.l. og vísaði þeim til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram.
Byggðarráð Norðurþings - 220. fundur - 13.07.2017
Forsætisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að kortlagningu á nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna. Hefur sú vinna leitt í ljós að huga þarf að því hvort vera kunni að forsætisráðuneytið eigi með réttu að vera aðili að ýmsum samningum sem í gildi eru um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu frekar en viðkomanndi sveitarfélag.
Forsætisráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið kanni hvort það sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðréttinda, náma og annara jarðefna innan þjóðlendna.
Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um málið fyrir 1. september n.k.
Forsætisráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið kanni hvort það sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðréttinda, náma og annara jarðefna innan þjóðlendna.
Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um málið fyrir 1. september n.k.
Erindið lagt fram til kynningar og er því vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til úrvinnslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017
Forsætisráðuneyti óskar eftir upplýsingum um hvort Norðurþing telji sig aðila að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma eða annara jarðefna innan þjóðlendna. Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að Norðurþing sé ekki aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma eða annarra jarðefna innan þjóðlendna.