Bókasafnið á Raufarhöfn- flutningur í nýtt húsnæði
Málsnúmer 201609056
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016
Á fundi fræðslunefndar þann 14.september síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá Menningarfulltrúa Norðurþings og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings, sem óskuðu eftir því við fræðslunefnd að kannaður yrði sá möguleiki að bókasafnið á Raufarhöfn fengi rými í húsnæði Grunnskóla Raufarhafnar. Fyrirsjáanlegt er að safnið þurfi að flytja úr núverandi húsnæði á næstunni.
Afgreiðsla fræðslunefndar var eftirfarandi:
Fræðslunefnd tekur vel í erindið og felur skólastjóra að vinna málið áfram með menningarfulltrúa og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings.
Afgreiðsla fræðslunefndar var eftirfarandi:
Fræðslunefnd tekur vel í erindið og felur skólastjóra að vinna málið áfram með menningarfulltrúa og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun fræðslunefndar.