Kristinn B. Steinarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar við Reistarnes
Málsnúmer 201609243
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 8. fundur - 11.10.2016
Kristinn Steinarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar undir íbúðarhúsið í Reistarnesi (lnr. 223.230). Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd sem sýnir stækkun lóðar um 3.669 m² svo heildarstærð lóðar verður 9.669 m². Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki annara eigenda Leirhafnarlands. Innan lóðarinnar hyggst lóðarhafi reisa lítil hús til ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt.
Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 8. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt."
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt."
Tillagan er samþykkt samhljóða.