Íslenskar Æskulýðsrannsóknir
Málsnúmer 201610192
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 6. fundur - 15.11.2016
Háskóli Íslands, umboðsmaður barna og fleiri aðilar standa fyrir ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir mánudaginn 21. nóvember næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er þátttaka ungmenna og barna - og er kallað eftir erindum og kynningum sem tengjast þema ráðstefnunnar. Við hvetjum ungmennaráð til að huga að því að senda inn kynningu og taka til umræðu málefni sem brenna á ungu fólki í dag. Hver kynning verður um 15-20 mín löng og fer fram í málstofu.
Lagt fram til kynningar.