Garðvík og Höfðavélar: Ósk um athafnasvæði undir efnislager
Málsnúmer 201610247
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 10. fundur - 16.11.2016
Fyrir nefndinni liggur beiðni frá Garðvík og Höfðavélum um nýtingu svæðis neðan við Kringlumýri 2 undir athafnasvæði til að geyma efnislager; hellusand, lagnasand, mold og grús. Svæðið er að hluta til nýtt af félögunum tveimur í dag en nú er farið fram á að aðgengi annara en Norðurþings að svæðinu verði heft og það vaktað.
Framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningi um leigu lóðar.