Borgarhólsskóli - Umferðaröryggi við sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 201611085
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 8. fundur - 16.11.2016
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Þórgunnar R. Vigfúsdóttur um umferðaröryggi nemenda á leiðinni í og úr sundkennslu.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Þórgunnar og vísar erindinu til framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis starfsfólks Borgarhólsskóla sem hefur miklar áhyggjur af umferðaröryggi nemenda á leið í sundkennslu.
Óskað er eftir því að til móts við sundlaugina verði sett upp gönguljós, en að öðrum kosti að gangbrautarvörður tryggi öryggi nemenda á leið þeirra í sundkennslu.
Óskað er eftir því að til móts við sundlaugina verði sett upp gönguljós, en að öðrum kosti að gangbrautarvörður tryggi öryggi nemenda á leið þeirra í sundkennslu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að gangbraut milli sundlaugar og íþróttasvæðis á þjóðvegi 85 verði færð til suðurs að gatnamótum Auðbrekku og Héðinsbrautar á Húsavík.
Þar verði sett upp gangbrautarljós hið fyrsta og Vegagerðin krafin um aðkomu að verkinu.
Framkvæmdafulltúa er falið að fylgja málinu eftir.
Þar verði sett upp gangbrautarljós hið fyrsta og Vegagerðin krafin um aðkomu að verkinu.
Framkvæmdafulltúa er falið að fylgja málinu eftir.