Fara í efni

Varðandi fundargerðir stjórnar sambandsins

Málsnúmer 201611143

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Sveitarstjórn hefur borist bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem varðar fundargerðir stjórnar sambandsins. Þar segir:
"Af gefnu tilefni er það hér með áréttað að öll gögn sem lögð eru fram á fundum stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru birt með fundargerðunum á vef sambandsins fimm dögum eftir að fundur er haldinn. Það eru aðeins gögn í trúnaðarmálum sem ekki eru birt. Sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og allur almenningur hefur því greiðan aðgang að þeim gögnum sem eru til umfjöllunar í stjórn sambandsins."
Þetta tilkynnist hér með.


Bréfið er lagt fram.