Snjómokstur við Grímsstaði.
Málsnúmer 201612117
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið Norðurþing skuli standa straum af kostnaði við helmingamokstur frá gatnamótum við brú yfir Jökulsá á Fjöllum og niður að Grímstungu.
Ferðamannastraumur hefur aukist mikið á síðustu árum á þessu svæði að sögn staðarhaldara og er ferðamannatíminn í auknum mæli að færast inn í veturinn.
Fyrir liggja drög að samningi við Vegagerðina um þennan snjómokstur sem aðeins á eftir að undirrita.
Ferðamannastraumur hefur aukist mikið á síðustu árum á þessu svæði að sögn staðarhaldara og er ferðamannatíminn í auknum mæli að færast inn í veturinn.
Fyrir liggja drög að samningi við Vegagerðina um þennan snjómokstur sem aðeins á eftir að undirrita.
Framkvæmdanefnd samþykkir að standa straum af kostnaði við helmingamokstur við Grímstungu til eins árs í tilraunaskyni frá undirritun samnings við Vegagerðina.