Upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlenda
Málsnúmer 201701006
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 200. fundur - 05.01.2017
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá forsætisráðuneyti um upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.
Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.
Vinna við skýrsluna er að hefjast í forsætisráðuneytinu. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2016, fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda inna þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Skilafrestur er til 16. febrúar næstkomandi.
Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.
Vinna við skýrsluna er að hefjast í forsætisráðuneytinu. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2016, fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda inna þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Skilafrestur er til 16. febrúar næstkomandi.
Beiðnin er lögð fram.