Staða gatnaframkvæmda 2017
Málsnúmer 201701037
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017
Holtahverfi - Undirbúningur er u.þ.b. að hefjast við gatnaframkvæmdir í Holtahverfi á svæði E.
Gatnahönnun hefur farið fram að undirlagi PCC sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, en verið er að vinna í því að fá þau gögn afhent til þess að hægt sé að hefja vinnu við verkefnið.
Höfði - Deiliskipulag liggur fyrir af höfðanum, en hæðarkóta vantar á austurhluta svæðisins svo hægt sé að hefja hönnunarvinnu við gatnagerð. Í raun er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á hæðarlegu gatna þar sem vinna þarf út frá þeim lóðum sem þegar eru fullkláraðar á þessu svæði. Gera þarf ráð fyrir hugsanlegri breytingu á vegtengingu við hafnarsvæði austan við skemmu Eimskips og austan við fyrirhugaða slökkvistöð sem til stendur að byggja þar.
Reykjaheiðarvegur - Vinna er ekki hafin við að forma endanlegt útlit Reykjaheiðarvegar, en að ýmsu er að hyggja áður en farið verður í þær framkvæmdir.
Nýr vegur að tjaldsvæði - Vinna er ekki hafin við hönnun nýs vegar að tjaldsvæði austan íþróttavalla. Um er að ræða ca. 200 m vegtengingu frá Auðbrekku að tjaldsvæði og verður gömlu aðkeyrslunni frá þjóðvegi 85 að tjaldsvæði lokað.
Öskjureitur - Áður en hægt er að hefja framkvæmdir við Öskjureit þurfa að eiga sér stað viðræður við Minjastofnun vegna væntanlegra fornleyfa á þessu svæði, um það hvernig þessum framkvæmdum skuli háttað.
Staða vegmerkinga á Húsavík - Þessari vinnu, sem sett var í gang í kjölfar athugasemda frá lögreglunni varðandi umferðamál er að mestu lokið. Þó á enn eftir að tryggja betur umferðaröryggi gangandi vegfarenda við sundlaug og íþróttavelli, en sú vinna er í gangi.
Gatnahönnun hefur farið fram að undirlagi PCC sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, en verið er að vinna í því að fá þau gögn afhent til þess að hægt sé að hefja vinnu við verkefnið.
Höfði - Deiliskipulag liggur fyrir af höfðanum, en hæðarkóta vantar á austurhluta svæðisins svo hægt sé að hefja hönnunarvinnu við gatnagerð. Í raun er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á hæðarlegu gatna þar sem vinna þarf út frá þeim lóðum sem þegar eru fullkláraðar á þessu svæði. Gera þarf ráð fyrir hugsanlegri breytingu á vegtengingu við hafnarsvæði austan við skemmu Eimskips og austan við fyrirhugaða slökkvistöð sem til stendur að byggja þar.
Reykjaheiðarvegur - Vinna er ekki hafin við að forma endanlegt útlit Reykjaheiðarvegar, en að ýmsu er að hyggja áður en farið verður í þær framkvæmdir.
Nýr vegur að tjaldsvæði - Vinna er ekki hafin við hönnun nýs vegar að tjaldsvæði austan íþróttavalla. Um er að ræða ca. 200 m vegtengingu frá Auðbrekku að tjaldsvæði og verður gömlu aðkeyrslunni frá þjóðvegi 85 að tjaldsvæði lokað.
Öskjureitur - Áður en hægt er að hefja framkvæmdir við Öskjureit þurfa að eiga sér stað viðræður við Minjastofnun vegna væntanlegra fornleyfa á þessu svæði, um það hvernig þessum framkvæmdum skuli háttað.
Staða vegmerkinga á Húsavík - Þessari vinnu, sem sett var í gang í kjölfar athugasemda frá lögreglunni varðandi umferðamál er að mestu lokið. Þó á enn eftir að tryggja betur umferðaröryggi gangandi vegfarenda við sundlaug og íþróttavelli, en sú vinna er í gangi.
Framkvæmdafulltrúi fór yfir stöðu fyrirhugaðra gatnaframkvæmda.
Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017
Gangstétt við Garðarsbraut 5-9 - Kostnaður um 11,5 milljónir.
Gangstétt frá kirkju að hóteli - Kostnaður við 1. áfanga (við kirkju) áætlaður um 9 milljónir.
Gangstétt við Pálsgarð - Kynning á mögulegri framkvæmd.
Gangstétt frá kirkju að hóteli - Kostnaður við 1. áfanga (við kirkju) áætlaður um 9 milljónir.
Gangstétt við Pálsgarð - Kynning á mögulegri framkvæmd.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja fram uppfærða framkvæmdaáætlun á næsta fundi framkvæmdanefndar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja fram uppfærða framkvæmdaáætlun á næsta fundi framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd - 19. fundur - 13.07.2017
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda tengdum Reykjaheiðarvegi ásamt stöðu framkvæmda við gerð hraðahindrunar á Héðinsbraut við gatnamót Laugarbrekku og Auðbrekku.
Framkvæmdanefnd samþykkir að haldið skuli áfram með hönnun Reykjaheiðarvegar á þeim nótum sem kynntar voru á fundinum.
Framkævmda- og þjónustufulltrúa falið að þrýsta á vegagerðina varðandi uppsetningu hraðahindrunar á Héðinsbraut til móts við sundlaug Húsavíkur og íþróttavöll.
Framkævmda- og þjónustufulltrúa falið að þrýsta á vegagerðina varðandi uppsetningu hraðahindrunar á Héðinsbraut til móts við sundlaug Húsavíkur og íþróttavöll.
Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017
Hönnunargögn eru að detta í hús vegna þeirra gatnaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru í ár. Vegna þess hversu seint þessi gögn eru að skila sér til okkar, þá er óvíst hvort malbikunarframkvæmdir sem tengjast þeim verkefnum náist fyrir veturinn. Því er spurning hvort þeim fjármunum sem áætlaðir voru í nýlagnir malbiks sé betur varið í viðgerðir og yfirlagningu þ.a. þeir fjármunir nýtist á þessu ári, frekar en að færa þessa fjármuni yfir á næsta ár.
Til stendur að setja eins mikið af malbiksviðgerðum og kostur er inn á framkvæmdaáætlun 2018 til þess að nýta þá aðstöðu sem Hlaðbær Colas hefur sett upp hér á staðnum. Allt gatnaviðhald sem framkvæmt yrði í ár myndi því dragast frá þeim verkefnun sem þyrfti að framkvæma á næsta ári.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða leið skuli valin í þessu máli.
Til stendur að setja eins mikið af malbiksviðgerðum og kostur er inn á framkvæmdaáætlun 2018 til þess að nýta þá aðstöðu sem Hlaðbær Colas hefur sett upp hér á staðnum. Allt gatnaviðhald sem framkvæmt yrði í ár myndi því dragast frá þeim verkefnun sem þyrfti að framkvæma á næsta ári.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða leið skuli valin í þessu máli.
Framkvæmdanefnd samþykkir að nýta það fjármagn sem áætlað var til malbikunar í tengslum við nýframkvæmdir í ár, til viðhalds gatna.
Markmiðið er að malbikun í tengslum við nýframkvæmdir þessa árs flytjist til ársins 2018.
Markmiðið er að malbikun í tengslum við nýframkvæmdir þessa árs flytjist til ársins 2018.