Göngustígur við Hvalasafn frá Garðarsbraut niður á Hafnarstétt
Málsnúmer 201701040
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017
Á undanförnum árum hafa íbúar og hagsmunaaðilar ítrekað komið ábendingum á framfæri um þörf á lagfæringum gönguleiðar frá Garðarsbraut niður að Hafnarstétt (nærri Hvalasafni/Sölku).
Með auknum ferðamannastraumi er mjög brýnt að þessi leið verði greið allt árið ef þess er nokkur kostur. Í hálku verður leiðin mjög varasöm ef hún er ekki upphituð eða vel hreinsuð.
Með auknum ferðamannastraumi er mjög brýnt að þessi leið verði greið allt árið ef þess er nokkur kostur. Í hálku verður leiðin mjög varasöm ef hún er ekki upphituð eða vel hreinsuð.
Verið er að kanna möguleika á að tengja snjóbræðslu undir umræddum göngustíg og efla hálkuvarnir.