Fara í efni

Birting gagna á heimasíðu Norðurþings

Málsnúmer 201701042

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 201. fundur - 13.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Óla Halldórssyni varðandi birtingu gagna á heimasíðu Norðurþings. Þar segir m.a.

"Almennt er sífellt ríkari krafa um gegnsæi í meðferð fjármuna og auðlinda í opinberum rekstri. Eðlilegt verður að teljast að upplýsingar um kauptaxta og kjör kjörinna fulltrúa séu birt opinberlega. Einnig viðmiðunarreglur og leiðbeiningar um úthlutun auðlinda eða gæða í almannaeigu. Þá er opinber birting samninga, eftir því sem lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga heimila, eðlileg með sömu rökum.
Almennt hefur ekki tíðkast til þessa að birta gögn sem þessi opinberlega hjá Norðurþingi. Æskilegt er að sveitarfélagið stefni að því að vera í fremstu röð hvað þetta varðar. Slíkt verður til lengri tíma til jákvæðs aðhalds fyrir bæði kjörna fulltrúa og stjórnsýsluna."

Bókunartillaga frá Óla Halldórssyni:

Með vísan til sífellt aukinna væntinga til gegnsæis í meðferð fjármuna og auðlinda í almannaeigu verði eftirfarandi efni birt á heimasíðu Norðurþings frá og með árinu 2017. Eftir því sem unnt er verði samningar og gögn sem enn eru í gildi einnig birt:
(a)
Upplýsingar um kjör og kauptaxta kjörinna fulltrúa og nefndarmanna.
(b)
Viðmiðunarreglur um úthlutanir auðlinda, eigna eða gæða í eigu Norðurþings
(c)
Samningar Norðurþings um fjárframlög til félaga, einstaklinga og fyrirtækja.
(d)
Samningar um afnot af auðlindum, jörðum og öðrum gæðum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða bókun.