Ný hafnaraðstaða
Málsnúmer 201701061
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 10. fundur - 18.01.2017
Fyrirhuguð er bygging nýrrar slökkvistöðvar sem stendur til að staðsetja á norðurhöfninni. Möguleiki er á að færa skrifstofuaðstöðu hafnarinnar inn í umrædda byggingu. Einnig getur höfnin fengið eitt bil í sal byggingarinnar undir búnað hafnarinnar en hingað til hefur höfnin ekki haft slíka aðstöðu. Fyrir liggur að aðstæður hafnarinnar muni breytast talsvert á næstu misserum með breyttu rekstrarfyrirkomulagi og auknum verkefnum og mun höfnin þurfa að bæta við sig ýmsum búnaði s.s. mengunarvarnarbúnaði o.fl. sem ekki hefur verið til staðar hingað til.
Möguleiki er á að bæta við skrifstofu og búnaðaraðstöðu fyrir höfnina inn í umrædda byggingu. Hingað til hefur höfnin ekki haft yfir að ráða aðstöðu fyrir búnað og viðhaldshluti hafnarinnar. Fyrir liggur að aðstæður hafnarinnar munu breytast talsvert á næstu misserum með breyttu rekstrarfyrirkomulagi og stórauknum verkefnum og þarf höfnin að bæta við sig ýmsum búnaði s.s. mengunarvarnarbúnaði o.fl. sem ekki hefur verið til staðar hingað til.
Fyrir liggur að færa pallavog fyrir fiskilandanir á suðurhöfnina, nær löndunarkrönum. Núverandi bílavog verður aflögð og færð á Bökufyllingu á næstu mánuðum. Við fyrirhugaðar breytingar verður því ekki þörf á núverandi vigtarhúsi í þeirri mynd sem það er í dag.
Ýmsir möguleikar eru í stöðunni varðandi breytta nýtingu núverandi vigtarhúss, nái þessar breytingar fram að ganga, t.d. mætti útbúa þar gjaldskyld almenningssalerni.
Hafnanefnd samþykkir að starfsemi Hafnasjóðs verði staðsett í nýju húsnæði enda fyrirsjáanleg uppbygging Húsavíkurhafnar.