Lokun starfsemi Samherja/Reykfisks á Húsavík
Málsnúmer 201702013
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 204. fundur - 03.02.2017
Fram hefur komið tilkynning frá Samherja um lokun starfsstöðvar Reykfisks á Húsavík þann 1. maí 2017. Um er að ræða um 20 starfsmanna vinnustað. Skýringar sem fram hafa komið eru tollamál, markaðsmál, gengi krónu o.fl.
"Byggðarráð Norðurþings harmar þá niðurstöðu Samherja að hætta eigi starfsemi fyrirtækisins Reykfisks á Húsavík. Um er að ræða mikilvægan vinnustað á Húsavík sem skapað hefur störf fyrir um 20-30 starfsmenn á liðnum árum. Fiskvinnsla hefur verið á undanhaldi á Húsavík undanfarin ár þrátt fyrir góðar svæðisbundnar aðstæður og innviði til þeirrar starfsemi. Þetta er slæm þróun og dregur úr þeirri fjölbreytni sem nauðsynleg er í atvinnulífi svæðisins."
Byggðarráð samþykkir samhljóða ofangreinda bókun.