Þór Stefánsson gerir athugasemd vegna leyfismála til gistirekstrar
Málsnúmer 201702068
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 13. fundur - 14.02.2017
Þór Stefánsson gerir athugasemd við þá afstöðu sem fram kemur í bókun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi í október s.l. varðandi umsagnir vegna leyfa til rekstur gistiheimila í íbúðarhverfum. Hann óskar þess að ákvörðunin verði felld úr gildi eða endurskoðuð þannig að frestur sé veittur áður en hún kemur til framkvæmda.
Örlygur óskar bókað: "Þó ég hafi skilning á tilgangi bókunar nefndarinnar tel ég mjög óheppilegt að ekki skildi veittur frestur frá því að ákvörðunin var tekin og þar til hún öðlaðist gildi, enda hefur þessi framkvæmd valdið nokkrum aðilum óþægindum."