Leiktæki við leikskóla Norðurþings
Málsnúmer 201702117
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017
Ósk hefur komið frá leikskólanum Grænuvöllum um að sett verði upp leiktæki við leikskólann í stað þess sem fjarlægt var af leikskólalóðinni á síðasta ári.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu leiktækisins liggur á bilinu 3-4 milljónir, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í þetta verkefni í sumar.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu leiktækisins liggur á bilinu 3-4 milljónir, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í þetta verkefni í sumar.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi eftir kynningu á uppfærðri framkvæmdaáætlun.
Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort endurnýja skuli leikkastala við leikskólann Grænuvelli.
Framkvæmdanefnd samþykkir að endurnýja leikkastala sem fjarlægður var af leiksvæði leikskólans.