Aðgangur/afnot sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna að bókhaldskerfi Norðurþings
Málsnúmer 201702132
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017
Fyrir fundinum liggur tillaga frá Kjartani Páli Þórarinssyni um aðgang/afnot sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna að bókhaldskerfi Norðurþings.
"Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að:
a) kanna möguleika og kostnað þess að veita sveitarstjórnarfulltrúum aðgang að bókhaldskerfi bæjarins b)kanna möguleika og kostnað við að opna bókhald sveitarfélagsins með rafrænum hætti.
Svör sveitarstjóra verði kynnt á næsta fundi sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Kristján, Óli og Jónas.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Kjartans samhljóða.