Fara í efni

Skipan í sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. og drög að erindisbréfi þar að lútandi

Málsnúmer 201702133

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Reinhard Reynissyni fyrir hönd Héraðsnefndar Þingeyinga bs. um skipan í sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. en Norðurþing skal nefnda þrjá fulltrúa í nefndina og þrjá til vara. Einnig liggur fyrir sveitarstjórn drög að erindisbréfi sömu nefndar.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. á grundvelli 3. mgr. 10. gr. barnaverndalaga nr. 80/2002, sbr. bókun fulltrúaráðs byggðasamlagsins 18. nóvember 2016 og bætist svohljóðandi liður við verkefnalista 3. gr. stofnsamnings byggðsamlagsins: "Barnaverndarnefnd skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002."

Um frekari útfærslu er vísað til erindisbréfs fyrir nefndina sem framkvæmdastjórn byggðasamlagsins hefur samið í umboði fulltrúaráðsins.

Sveitarstjórn tilnefnir eftirfarandi aðila í nýja barnarverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Aðalmenn:
Hilmar Valur Gunnarsson
Helga Jónsdóttir
Róbert Ragnar Skarphéðinsson

Varamenn:
Sveinn Aðalsteinsson
Áslaug Guðmundsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir