Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Málsnúmer 201703042
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Stekkjarhvamm 1 í Reykjahverfi. Viðbyggingin er 16,0 m² að flatarmáli og 50,2 m³ að rúmmáli. Teikning er unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrirhugaða byggingu í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.