Ósk um niðurrif á viðbyggingum
Málsnúmer 201703062
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017
Hvalasafnið óskar eftir heimild til að rífa tvær viðbyggingar við Hafnarstétt 1. Um er að ræða timburbyggingar norðan eldri byggingar. Þær eru í lélegu ásigkomulagi og í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þær víki.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að þessar byggingar verði fjarlægðar, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi.