Samtal og kynning á framtíðarsýn stjórnar á rekstri Björgunarsveitarinnar Garðars
Málsnúmer 201703102
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars til að ræða stöðu sveitarinnar, fjármál og framtíðarsýn á rekstur sveitarinnar.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Björgunarsveitarinnar Garðars fyrir kynningu á starfi og stöðu sveitarinnar.
Byggðarráð telur brýnt að endurmetin verði þörf á viðbúnaði og aðstöðu vegna mögulegra björgunaraðgerða á Skjálfanda. Byggðarráð telur nauðsynlegt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á björgunarmálum ásamt þeim sem stunda fólksflutninga á sjó á flóanum leiti lausna um þær breyttu forsendur sem blasa við á svæðinu.