Öldungamót BLÍ vor 2018
Málsnúmer 201704014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017
Ósk um yfirlýsingu um samvinnu Blakdeildar Völsungs við sveitarfélagið liggur til afgreiðslu í byggðarráði til stuðnings umsókn deildarinnar um að halda Öldungamót BLÍ vorið 2018. Bréfritari f.h. blakdeildar Völsungs óskar eftir stuðningi Norðurþings við umsóknina, afnotum af íþróttahúsinu og jafnvel íþróttamannvirkjum á Kópaskeri og í Lundi ef með þarf.
Byggðarráð lýsir ánægju með umsókn Blakdeildar Völsungs og tekur jákvætt í þetta erindi. Vísað til æskulýðs- og menningarnefndar.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 10. fundur - 25.04.2017
Byggðarráð Norðurþings tók málið fyrir á fundi sínum þann 6. apríl og vísaði málinu til Æskulýðs- og menningarnefnar.
Blakdeild Völsungs hefur skilað inn umsókn til Blaksambands Íslands um að halda öldungamót blaki vorið 2018 í Norðurþingi. Áætlað er að mótið fari fram um mánaðarmótin apríl/maí.
Blakdeild Völsungs hefur óskað eftir afnotum af íþróttahúsum á Húsavík, Kópaskeri og í Lundi ef að af verður.
Blakdeild Völsungs hefur skilað inn umsókn til Blaksambands Íslands um að halda öldungamót blaki vorið 2018 í Norðurþingi. Áætlað er að mótið fari fram um mánaðarmótin apríl/maí.
Blakdeild Völsungs hefur óskað eftir afnotum af íþróttahúsum á Húsavík, Kópaskeri og í Lundi ef að af verður.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar frumkvæði Völsungs að sækjast eftir að halda þennan stóra viðburð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun veita afnot af íþróttahúsum Norðurþings ef að Blakdeild Völsungs hlýtur þann heiður að halda mótið.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun veita afnot af íþróttahúsum Norðurþings ef að Blakdeild Völsungs hlýtur þann heiður að halda mótið.