Umsókn um tvær fjölbýlishúsalóðir í Holtahverfi
Málsnúmer 201705156
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 17. fundur - 13.06.2017
Þróunarfélag Íslands ehf óskar eftir úthlutun lóðanna að Hraunholti 19-21 og 23-25 til uppbyggingar lítilla fjölbýlishúsa.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur.
Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017
Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings þann 13.6.2017 var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur."
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur."
Til máls tóku: Kristján og Kjartan,
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:
"PCC Seaview Residences ehf. hefur verið veitt vilyrði fyrir forgangi að öllum fimm fjölbýlishúsalóðunumm við Hraunholt samkvæmt samkomulagi frá 17. febrúar 2017, með fyrirvörum sbr. grein 2.2 í samkomulaginu. Að því gefnu að PCC Seaview Residences ehf. geri ekki athugasemd við að þessum lóðum sé úthlutað til Þróunarfélags Íslands ehf., staðfestir sveitarstjórn úthlutunina."
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:
"PCC Seaview Residences ehf. hefur verið veitt vilyrði fyrir forgangi að öllum fimm fjölbýlishúsalóðunumm við Hraunholt samkvæmt samkomulagi frá 17. febrúar 2017, með fyrirvörum sbr. grein 2.2 í samkomulaginu. Að því gefnu að PCC Seaview Residences ehf. geri ekki athugasemd við að þessum lóðum sé úthlutað til Þróunarfélags Íslands ehf., staðfestir sveitarstjórn úthlutunina."
Tillagan er samþykkt samhljóða.