Tilkynning um rafmagnsleysi - Áskorun til RARIK
Málsnúmer 201705158
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 214. fundur - 26.05.2017
Byggðarráð Norðurþings harmar þau mistök sem ítrekað hafa átt sér stað vegna skorts á upplýsingum vegna straumleysis á Húsavík. Fyrir liggja viðbrögð RARIK vegna málsins og þakkar byggðarráð RARIK fyrir skjót viðbrögð. Þá vísar byggðarráð á fyrri bókun frá því 27. apríl sl. þar sem þess er farið á leit að viðvera og þjónusta RARIK við íbúa og fyrirtæki í Norðurþingi verði efld á ný með starfsstöð í sveitarfélaginu. Með öflugri staðbundinni þjónustu RARIK af því tagi eru minni líkur á að mistök af því tagi sem hér um ræðir eigi sér stað.