Uppbygging hraðhleðslustöðva í Norðurþingi
Málsnúmer 201705187
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017
Vistorka, Eimur og Norðurorka í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi sendu 30. september 2016 til Orkusjóðs, umsókn um styrk til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Farin var sú leið að tengja saman í eina umsókn opinbera aðila á svæði sem telur vel yfir 30 þúsund manns og teygir sig yfir allt Norðurland. Þetta var gert til að tryggja lágmarks þjónustustig fyrir rafbíla á svæðinu og að uppbyggingin yrði örugglega samræmd og heildstæð.
Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við ON varðandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla í sveitarfélaginu.