Tilkynning um skógrækt á jörðinni Reykjarhóli í Norðurþingi 2017
Málsnúmer 201706006
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 17. fundur - 13.06.2017
Með bréfi dags. 30. maí 2017 tilkynnir Skógræktin sveitarstjórn Norðurþings um samning um ræktun nytjaskógar á jörðinni Reykjarhóli í Reykjahverfi og óskar afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist til samræmis við reglugerð nr. 772/2012. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 29 ha að flatarmáli eins og nánar er sýnt á afstöðumynd. Um hluta þess lands var í gildi skógræktarsamningur frá árinu 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur að fyrirhuguð skógrækt sé í samræmi við ákvæði kafla 21.3 í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Nefndin telur ekki tilefni til að krefjast framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaðri skógrækt.