Fasteignagjöld í Norðurþingi
Málsnúmer 201706056
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 216. fundur - 08.06.2017
Nýverið hefur komið fram að fasteignamat í Norðurþingi, og þá aðallega á Húsavík hefur hækkað mikið. Byggðarráð telur ljóst að bregðast þurfi við álagningu fasteignagjalda fyrir komandi ár. Sveitarstjóra og fjármálastjóra er falið að undirbúa leiðir til lækkunar álagningar fasteignagjalda fyrir komandi ár.
Byggðarráð Norðurþings - 219. fundur - 06.07.2017
Sveitarstjóri leggur fram upplýsingar er varðar vinnu við greiningu á mögulegum breytingum á álagningarstuðli fasteignagjalda sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem er í gangi varðandi greiningu á mögulegum breytingum á álagningarstuðli fasteignagjalda.