Samningur Umhverfisstofnunnar við Landsnet
Málsnúmer 201706149
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 218. fundur - 30.06.2017
Samningur Umhverfisstofnunar og Landsnet er varðar sérstakt eftirlit með framkvæmdum Landsnets vegna uppbyggingar Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017
Gerður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar (UST), Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um sérstakt eftirlit með framkvæmdum Landsnets vegna framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Markmið með hinu sérstaka eftirliti er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og að frágangur einstakra verka og verkþátta verði í samræmi við niðurstöðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og kröfur laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn.