Þjónustu- og flokkunarstöð að Víðimóum
Málsnúmer 201706155
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 19. fundur - 13.07.2017
Til máls tóku undir lið 1 "Almennt um sorpmál 2017" og lið 4 "Þjónustumiðstöð á Húsavík - staða": Hjálmar, Jónas, Soffía, Óli og Sif. Hjálmar lagði fram eftirfarandi tillögu: "Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja til að tekið verði til skoðunar að sveitarfélagið taki sorpmálin yfir sjálft, s.s. sorphirðu. Næstu áramót renna út samningar um sorphirðu á austursvæðinu og vorið 2018 á Húsavík og Reykjahverfi. Samhliða þessu verði starfsemi Þjónustustöðvanna endurskoðuð. Í þessu felast tækifæri að byggja upp öfluga Þjónustu- og flokkunarstöð í húsnæði sveitarfélagsins í Víðimóum." Hjálmar Bogi Hafliðason Soffía Helgadóttir Kjartan Páll Þórarinsson Jónas Einarsson Tillagan er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Soffíu, Kjartans, Jónasar, Örlygs, Olgu og Óla. Erna og Sif greiða ekki atkvæði.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið.