Fara í efni

Vefmyndavélar í Norðurþingi

Málsnúmer 201707036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 219. fundur - 06.07.2017

Vefmyndavélar hafa verið settar upp af fyrirtækjum og sveitarfélögum víða um land undanfarin ár. Myndavélar af þessu tagi, sem sýna lifandi mynd sem hægt er að nálgast á vefnum allan sólarhringinn, eru gjarnan settar upp á góðum útsýnisstöðum og vekja mikla athygli bæði heimafólks og gesta, innlendra og erlendra. Þá geta myndavélar af þessu tagi haft öryggishlutverki að gegna að einhverju leyti.


Lagt er til að byggðarráð setji það í farveg innan stjórnsýslu Norðurþings að koma upp fleiri vefmyndavélum í sveitarfélaginu. Þannig verði t.d. skoðað að koma upp myndavél sem sýni Skjálfandaflóa, t.d. úr Húsavíkurvita eða í fjöllum/eyjum í flóanum. Einnig verði athugað með uppsetningu vefmyndavéla af sama tagi víðar í sveitarfélaginu, t.d. við heimskautsgerðið á Raufarhöfn og/eða Kelduhverfi/Öxarfirði/Kópaskeri. Vefmyndavélar verði þá sýnilegar með aðgengilegum hætti á heimasíðu Norðurþings og komið á framfæri eins og kostur er til jákvæðrar kynningar á svæðinu.
Leitað verði tæknilegra möguleika og kostnaður greindur. Einnig skoðað hvort hægt væri að leita eftir samstarfi við fyrirtæki um uppsetningu og/eða fjármögnun.
Byggarráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við uppsetningu og útfærslu vefmyndavéla í sveitarfélaginu.