Framlög sveitarfélaganna til rekstrar NNA fyrir árið 2018
Málsnúmer 201707079
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 222. fundur - 10.08.2017
Fyrir byggðarráði liggur samkomulag um framlög vegna reksturs Náttúrustofu Norðausturlands árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 235. fundur - 24.11.2017
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til við Norðurþing og Skútustaðahrepp að framlengja gildistíma samnings Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaganna um um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands um eitt ár eða til ársloka 2018. Óskað er eftir að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 4. desember.
Vísað er til bréfs ráðuneytisins frá 14. nóvember sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Skútustaðahrepps og Norðurþings gagnvart því að framlengja rekstrarsamning vegna Náttúrustofu Norðausturlands um eitt ár.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarsamningur Náttúrustofu Norðausturlands verði framlengdur með þeim hætti sem ráðuneytið gerir ráð fyrir. Sveitarfélögin taka jafnframt vel í að árið 2018 verði nýtt til að fara yfir stöðu og verkefni náttúrustofa í ljósi reynslu af starfsemi þeirra og framtíðarsýn. Rétt er að sú vinna taki mið af tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur sem lögð var fram á 145. löggjafarþingi 2015-2016 (þingskjal 1073 ? 647. mál).
Sveitarfélögin benda á að auk rekstrarsamings er í gildi er samningur milli umhverfisráðherra og Náttúrustofu Norðausturlands um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, dags. 12. mars 2009. Samningurinn byggir á sérstakri fjárheimild sem ætlað er að efla atvinnu og byggð á svæðinu og gildir svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á er veitt á fjárlögum. Í bréfi ráðuneytisins til náttúrustofa þann 22. september sl. kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra hefði gert tillögu, sem birtist í frumvarpi til fjárlaga 2018, sem felur í sér að þessi tiltekna fjárveiting (nú 10,7 m.kr.) verði felld niður. Byggðarráð Norðurþings mótmælir þessari tillögu harðlega og lítur svo á ráðherra sé bundinn af þeim samningi sem í gildi er um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á sé ekki felld út að frumkvæði fjárveitingavaldsins. Sveitarfélögin fara því fram á að umhverfis- og auðlindaráðherra virði gildandi verkefnissamning við Náttúrustofu Norðausturlands, leiðrétti sína tillögu og komi því á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 2018.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarsamningur Náttúrustofu Norðausturlands verði framlengdur með þeim hætti sem ráðuneytið gerir ráð fyrir. Sveitarfélögin taka jafnframt vel í að árið 2018 verði nýtt til að fara yfir stöðu og verkefni náttúrustofa í ljósi reynslu af starfsemi þeirra og framtíðarsýn. Rétt er að sú vinna taki mið af tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur sem lögð var fram á 145. löggjafarþingi 2015-2016 (þingskjal 1073 ? 647. mál).
Sveitarfélögin benda á að auk rekstrarsamings er í gildi er samningur milli umhverfisráðherra og Náttúrustofu Norðausturlands um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, dags. 12. mars 2009. Samningurinn byggir á sérstakri fjárheimild sem ætlað er að efla atvinnu og byggð á svæðinu og gildir svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á er veitt á fjárlögum. Í bréfi ráðuneytisins til náttúrustofa þann 22. september sl. kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra hefði gert tillögu, sem birtist í frumvarpi til fjárlaga 2018, sem felur í sér að þessi tiltekna fjárveiting (nú 10,7 m.kr.) verði felld niður. Byggðarráð Norðurþings mótmælir þessari tillögu harðlega og lítur svo á ráðherra sé bundinn af þeim samningi sem í gildi er um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á sé ekki felld út að frumkvæði fjárveitingavaldsins. Sveitarfélögin fara því fram á að umhverfis- og auðlindaráðherra virði gildandi verkefnissamning við Náttúrustofu Norðausturlands, leiðrétti sína tillögu og komi því á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 2018.