Fyrirspurn um lögheimili
Málsnúmer 201707107
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017
Óskað er umsagnar um hvort sveitarfélagið muni heimila fasta búsetu í Auðbrekku 24.
Umrætt hús stendur á "opnu svæði til sérstakra nota" á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á slíkum svæðum. Á hinn bóginn er umrætt hús nærri íbúðarhúsum í Auðbrekku og því leggst nefndin ekki gegn búsetu ef sýnt er fram á fullnægjandi íbúð í húsinu.