Aðild að Samtökum sveitarfélaga í sjávarútvegi
Málsnúmer 201707111
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 222. fundur - 10.08.2017
Mikil umsvif eru í sjávarútvegi í sveitarfélaginu, innan allra svæða sveitarfélagsins bæði tengt sjósókn og fiskeldi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar, veiðar og vinnslu, og nú einnig fiskeldis. Er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.
Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.
Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að Norðurþing óski eftir inngöngu í Samtök sveitarfélaga í sjávarútvegi.
Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.
Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að Norðurþing óski eftir inngöngu í Samtök sveitarfélaga í sjávarútvegi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir inngöngu í Samtök sveitarfélaga í sjávarútvegi.