Ósk um afturköllun á netaveiðileyfum til silungsveiða
Málsnúmer 201707122
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 222. fundur - 10.08.2017
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fulltrúum veiðifélaga í Þingeyjarsýslum um ósk á afturköllun á netaveiðileyfum til silungaveiða
Norðurþingi hefur borist erindi frá veiðifélögum við Laxá, Reykjadalsá og Mýrarkvísl þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið afturkalli útgefin veiðileyfi til netaveiði nærri ósum fyrrgreinds vatnasviðs. Bent er á að smálax villist í netin auk mögulegra neikvæðra áhrifa á stofna sjósilungs. Byggðarráð bendir á að óheppilegt er að erindi af þessu tagi skuli ekki hafa komið fram með formlegum hætti fyrr en eftir auglýsingu og útgáfu umræddra leyfa enda er hér er um óbreytt vinnulag frá fyrra ári að ræða. Einnig skal bent á að leyfisútgáfa Norðurþings byggir m.a. á því að takmarka og stýra sókn innan ramma laga. Með vísan til framlagðs erindis og rökstuðnings þess telur byggðarráð þó rétt að taka alvarlega athugasemdir veiðifélaganna. Netaveiði sjósilungs lýkur almennt síðsumars og því ekki til mikils að grípa til afturköllunar útgefinna leyfa úr þessu. Málinu er vísað til framkvæmdanefndar sem hefur farið með málið til þessa, og leggur byggðarráð til að um málið verði fjallað þar, og eftir atvikum leitað samráðs við hagsmunaaðila og ráðgjafar fagaðila. Þannig fáist niðurstaða í málið að lokinni faglegri umræðu vel fyrir komandi sumar.
Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017
Norðurþingi hefur borist erindi frá veiðifélögum við Laxá, Reykjadalsá og Mýrarkvísl þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið afturkalli útgefin veiðileyfi til netaveiði nærri ósum fyrrgreinds vatnasviðs.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til málsins.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að fá álit frá Hafrannsóknarstofnun/Fiskistofu um málið og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar að nýju þegar álit liggur fyrir.