Móttaka flóttamanna í Norðurþingi 2017
Málsnúmer 201708032
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017
Óli Halldórsson og Sif Jóhannesdóttir leggja fram tillögu fyrir byggðarráð um að Norðurþing ítreki boð um að sveitarfélagið geti tekið við flóttafólki í sveitarfélaginu.
Undirrituð leggja til við byggðarráð að boð Norðurþings verði þegar í stað ítrekað með bréflegum hætti. Ef viðbrögð verða jákvæð verði málið undirbúið komandi haust, þ.m.t. húsnæðisúrræði og aðrir nauðsynlegir þættir.
Byggðarráð tekur undir bókunina.