Fara í efni

Starfsleyfisumsókn PCC Bakkisilicon til Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 201708034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Til umræðu er framlögð tillaga að starfsleyfi til handa PCC Bakkisilicon sem Umhverfisstofnun hefur unnið. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki.

Slökkviliðsstjóri mætir til fundarins og fer yfir þætti sem snúa að uppbyggingu slökkviliðisins m.v. fyrirlagða tillögu.

Öll gögn málsins má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar undir þessum hlekk: https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2017/07/20/Tillaga-ad-starfsleyfi-fyrir-kisilverksmidju-a-Bakka/
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við slökkviliðsstjóra að undirbúa umsögn varðandi öryggis- og brunamál við fyrirliggjandi drög að starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík með allt að 66.000 tonna framleiðslugetu.