Búfesti hsf og möguleikar á samstarfi sveitarfélaga um nýtt framboð hagkvæmra íbúða á NA-landi
Málsnúmer 201708092
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018
Borist hefur erindi frá Búfesti hsf um endurnýjun tillögu til sveitarfélaga á NA landi sem áhuga kynnu að hafa á samstarfi um byggingu hagkvæmra íbúða með stærra samfloti um útfærslu á hönnun og raðsmíði.
Byggðarráð fagnar áhuga Búfesti hsf. Fyrir liggja lóðir tilbúnar til húsbygginga af ýmsu tagi innan Norðurþings og telur byggðarráð ekkert því til fyrirstöðu að vinna með Búfesti eftir þeirra hugmyndum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, m.a. út frá möguleikum sem skapast hafa með nýrri húsnæðislöggjöf. Sveitarstjóra falið að finna málinu farveg innan stjórnsýslu Norðurþings með það að markmiði að koma af stað áhugaverðum nýbyggingaverkefnum.