Fara í efni

Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþáttöku grunnskólanema vegna skólagagna s.s. ritfanga og pappírs.

Málsnúmer 201709124

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 25.10.2017

Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður könnunar Velferðarvaktarinnar, um kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna s.s. ritfanga og pappírs.
Í könnuninni koma fram upplýsingar um hvernig sveitarfélög halda á þessum málum.
Í henni kemur fram sú góða þróun að æ fleiri sveitarfélög hlífa barnafjölskyldum við kostnaðarþátttöku af þessu tagi.
Þar sem sveitarfélögin eru að vinna í fjárhagsáætlunum um þessar mundir vill Velferðarvaktin hvetja sveitarfélögin til að skoða niðurstöður könnunarinnar.
Velferðarvaktin hefur í hyggju að láta gera sambærilega könnun að ári.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að námsgögn nemenda í grunnskólum Norðurþings yrðu gjaldfrjáls. Könnunin var gerð áður en sú ákvörðun var tekin en fræðslufulltrúi hefur komið því á framfæri við Velferðavaktina.