Fara í efni

Kynning á starfsemi Aflsins - Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi

Málsnúmer 201709150

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Aflið- Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ætlar að fara af stað með kynningar á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi nú í haust. Hugmyndin er að ná saman sveitarstjórnum ásamt helstu viðbragðsaðilum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og halda stutta kynningu á sögu og starfsemi samtakanna. Í þeim sveitarfélögum þar sem það á við er ætlunin að reyna að fá fulltrúa frá framhaldsskólum/háskólum og fulltrúa frá heilsugæslu og löggæslu á staðnum til að mæta á kynningarnar.


Byggðarráð lýsir ánægju með erindi Aflsins og felur sveitarstjóra að finna tíma fyrir kynninguna í Norðurþingi.