Fara í efni

Ályktun um stöðu barna og bréf til fræðslunefndar

Málsnúmer 201710033

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 25.10.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ályktun Samráðsnefndar Félags stjórnenda leikskóla (FSL) um stöðu leikskólabarna frá fundi sínum dagana 28. - 29. september 2017. Hún er send á skólanefndir sveitarfélaga til umfjöllunar. FSL lýsir sig reiðubúið til viðræðna og til ráðgjafar til að bæta starfsaðstæður nemenda.
Leikskólastjóri Grænuvalla telur að vel sé búið að nemendum og starfsfólki þar. Rými sé gott og metnaður starfsmanna fyrir vellíðan nemenda mjög mikill. Gagnkvæmur skilningur sé hjá fræðsluyfirvöldum annars vegar og stjórnendum og starfsmönnum leikskólans hins vegar á starfssemi hans, ekki síst á faglegu starfi.