Framhaldsskólinn á Húsavík - Skólaakstur
Málsnúmer 201710114
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 19. fundur - 25.10.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Framhaldsskólans á Húsavík þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið annist skólaakstur nemenda úr sveitarfélaginu utan Húsavíkur.
Fræðslunefnd mun bjóða skólameistara til frekari umræðu um erindið á næsta fundi hennar í nóvember.
Fræðslunefnd - 20. fundur - 15.11.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Framhaldsskólans á Húsavík þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið annist skólaakstur nemenda úr sveitarfélaginu utan Húsavíkur. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og óskað eftir því að skólameistara yrði boðið á næsta fund til frekari umræðu um málið.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo komnu. Mikilvægt er þó að halda umræðunni áfram t.d. í tengslum við verkefnið brothættar byggðir, málefni Framhaldsskólans almennt og almenningssamgöngur í sveitarfélaginu.