Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 201711045
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 23. fundur - 15.11.2017
Umhverfisstofnun vekur athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, en greinin fjallar um svæðisáætlanir sveitarstjórna um meðhöndlun úrgangs. Breytingin tók gildi 1. júní 2017 og fólst í að svohljóðandi málsgrein var felld inn í lögin:
"Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endrskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til"
"Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endrskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til"
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að veita Umhverfisstofnun umbeðnar upplýsingar á því formi sem stofnunin leggur til.